ÍRB aldursflokkameistarar í sundi 2022

Sundfólk Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) fór með sigur af hólmi í Aldursflokkameistaramóti Sundsambands Íslands var haldið í Vatnaveröld í Reykjanesbæ um helgina. Þetta er annað árið í röð sem ÍRB vinnur þetta sæmdarheiti og í þrettánda sinn síðan 2001 þegar sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur sameinuðust undir merkjum ÍRB.
Spennan var gríðarleg og keppendur voru duglegir að hvetja sitt fólk áfram.

Spennan og stemmningin mikil í Vatnaveröld þegar um 200 keppendur frá þrettán félögum kepptu sín á milli. Keppni milli liða var hörð en þáttakendur gleymdu ekki gleðinni þrátt fyrir að keppnisskapið væri mikið. Eftir hörkukeppni stóð ÍRB uppi sem sigurvegari mótsins með 790 stig, í öðru sæti var Sundfélag Hafnarfjarðar með 737 stig og í þriðja sæti var sunddeild Breiðabliks með 353 stig.

Að móti loknu voru veitt aldursflokkaverðlaun einstaklinga en þau eru veitt þeim keppendum sem ná bestum samanlögðum árangri samkvæmt stigatöflu FINA í eftirfarandi flokkum:

Í flokki tvö eru veitt verðlaun fyrir stigahæstu sund í 200 metra skriðsund, 100 metra fjórsund ásamt stigahæstu grein þar fyrir utan (kk: 12 ára og 13 ára / kvk: 11 ára og 12 ára).

Í flokki þrjú eru veitt verðlaun  fyrir stigahæsta sund í 200 metra skriðsund, 200 metra fjórsund ásamt stigahæstu grein þar fyrir utan (kk: 14 ára og 15 ára / kvk: 13 ára og 14 ára).

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, veitti verðlaun og skemmti sér vel við að fylgjast með keppninni.

Af þeim fjórum sem voru veitt aldursflokkaverðlaun voru tveir sundmenn úr ÍRB. Stigahæsti strákur í flokki tvö var Árni Þór Pálmason en hann fékk samtals 1.175 stig og stigahæsta stelpa í flokki tvö var Adriana Agnes Derti en hún fékk samtals 1.148 stig, bæði úr ÍRB.

Lokastaða  liða:
ÍRB  790 stig
SH
Breiðablik
Óðinn
Ægir
Ármann
Fjölnir
ÍA
UMFB
UMFA
KR
Stjarnan
ÍBV
790 stig
737 stig
353 stig
324 stig
290 stig
192 stig
88 stig
86 stig
49 stig
31 stig
26 stig
4 stig
Deila grein
Facebook
Twitter

Við erum hér:

Fleiri greinar