Boðun á Ársþing ÍRB

Hér með er boðað til Ársþings Íþróttabandalags Reykjanesbæjar ÍRB

Ársþingið verður þann 24.Maí  kl 20:00 í Íþróttaakademíu Reykjanesbæjar.

Nánari upplýsingar og kjörbréf verða send út síðar.

Samkvæmt lögum ÍRB eiga öll aðildarfélög að senda til ÍRB ársskýrslu og áritaðan ársreikning fyrir 31.mars en við höfum ákveðið að frestur til þess sé í ár 7.maí vegna skila í Sportabler.

Endilega sendið þessi gögn á irb@irb.is fyrir 7.maí 2023

7. grein.

Hvert það aðildarfélaga sem ekki hefur sent skýrslur og reikninga sbr.

5.gr. og greitt lögboðin gjöld fyrir 31. mars missir atkvæðisrétt sinn á næsta þingi ÍRB og missir einnig rétt sinn til að tilnefna fulltrúa á íþróttaþing. Líði annað ár svo, að aðildarfélag geri ekki skil á skýrslum, reikningum og gjöldum, skal næsta þing taka ákvörðun um hvort aðildarfélaginu skuli vikið úr ÍRB.

Mæti enginn þingfulltrúi til þings frá aðildarfélagi þá skerðist lottóúthlutun viðkomandi aðildarfélags um 50% fram að næsta þingi.

Hér eru lög Íþóttabandalagsins Lög Íþróttabandalags Reykjanesbæjar í heild.

Vinsamlegast klárið að skrá skýrslur og þess háttar inn í Sportabler sem fyrst vegna þess að fulltrúafjöldi verður fenginn þaðan.

Með kveðju

ÍRB – Íþróttabandalag Reykjanesbæjar

Rúnar V. Arnarson

Formaður ÍRB

Deila grein
Facebook
Twitter

Við erum hér:

Fleiri greinar